Siemens iQ700 gufuofn

Lagerstaða: Sérpöntun (3 - 4 vikna afhending)

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

749.950 kr

Siemens í samstarfi við Amazon Alexa kynna til leiks raddstýrðan iQ700 ofn. Hægt er að velja allar helstu aðgerðir með raddstýringu auk þess að hægt er að opna hurðana á ofninum með röddinni! Ofninn er hlaðinn öðrum flottum og nytsamlegum eiginleikum eins og t.d. HomeConnect appstýringu, 4D heitumblæstri, fullSteam gufu kerfum með SousVide og svo miklu meira...
             

Það allra helsta:

 • Raddstýring - þökk sé samstarfi Siemens og Amazon Alexa er nú hægt að stjórna ofninum með röddinni. 
 • Raddstýrð opnun - opnaðu hurðina með því að tala við ofninn
 • FullSteam og PulseSteam gufuofn - opnar þér nýja heima í heilnæmri matargerð. Hægt er að gufusjóða mat eða gefa gufuskot endum og eins til að laða fram einstaka mýkt, betra bragð og fallegri lit/áferð. Tilvalið til að gera brauðskorpuna betri og kjötið mýkra. Frábært í bakstur og matargerð. 
 • SousVide eldun - uppgötvaðu nýjar víddir fyrir bragðlaukana með Sous Vide. Kjöt, fiskur eða grænmeti er sett í lofttæmdar umbúðir eða vakúmpoka og eldað við stöðugan lágan hita í langan tíma. Engin vökvarýrnun, bragðgæði eru hámörkuð og vítamín og næringarefni varðveitast.
 • TFT-Touchcdisplay Plus með skilmerkilegu aðgerðarvali, myndum og auðsjáanlegur frá öllum hliðum
 • 4D heitur blástur (sjá myndband að neðan) -  Blástursviftan í baki ofnsins snýst til beggja átta og tryggir þannig jafnari hitadreifingu og betri árangur við bæði bakstur og steikingu, jafnvel við 1 eða fleiri plötur/skúffur samtímis
 • bakingSensor - með hjálp fullkomnu kerfi skynjara stjórnar ofninn bökunarferli sjálfvirkt og slekkur á ofninum þegar rakastigið er rétt 
 • coolStart -  Er tíminn naumur? Með coolStart aðgerðinni má hita og elda frosinn mat hraðar en nokkru sinni fyrr þökk sé nýrri hitatækni þar sem engin þörf er lengur á að forhita ofninn
 • softMove ljúflokun á hurð 
 • HomeConnect - með sérstöku Appi getur þú tengst ofninum í gegnum þráðlaust internet og stjórnað ofninum að vild. 

Og allt hitt:

 • 17 eldunarkerfi þ.á.m. 4D heiturblástur, Pizza kerfi, SousVide, 100% gufa o.fl.
 • Viðbótarvalaðgerðir með gufu: Gufa 30-100°C, endurupphitun 80-180°C, hefun á deigi 30-50°C og affrysting 30-60°C
 • Rafeindastýrð hitastilling 30-300°C. Nákvæmari og minna hitaflökt
 • Barnalæsing á hurð og stjórnborði
 • Heilglerjuð hurð að innanverðu - hitnar max 30°C að utanverðu á almennum kerfum
 • Sjálfvirkur öryggisútsláttur eftir ákveðinn tíma

Og það tæknilega:

 • 71 lítra ofn (nettó) - 31% stærri en hefðbundinn ofn
 • Orkuflokkur A+ 
 • Innbyggingarmál 59,5 x 59,4 x 54,8
 • Utanmál HxBxD: 58,5 x 5,95 x 55 cm
 • Hægt er að nálgast bækling hér
Vörunúmer: HS858KXB6 Flokkur: OFNAR,
Vörumerki Siemens
Modelnúmer HS858KXB6
Orkunýtnistuðull EEI 81,2
Orkunýtniflokkur A+
Orkunotkun fyrir hefðbundinn ham (kWh/lotu) 0,87
Orkunotkun fyrir blástursham (kWh/lotu) 0,69
Fjöldi hólfa 1
Varmagjafi Rafmagns
Rúmmál hólfs bakarofns í lítrum (L) 71