Þjónusta

Hvernig getum við aðstoðað?

Ertu með bilað tæki sem þarfnast viðgerðar eða vantar þig varahlut?
Rafha rekur eigið varahluta- og viðgerðarverkstæði sem leggur metnað sinn í að leysa öll mál sem því berast fljótt og örugglega. Við sinnum þjónustu fyrir Electrolux, AEG, Zanussi, Exquisit, Küppersbusch ásamt IKEA tækjum sem framleidd eru af Electrolux. 
 
Hafðu samband með því að hringja í síma 5880503 eða senda okkur tölvupóst. Nauðsynlegt er að hafa ítarlega bilanalýsingu, upplýsingar um gerð og týpu ásamt upplýsingum um kaupdag.
 
Týpuskilti er yfirleitt að finna á eftirfarandi stöðum á tækjunum frá okkur og er oftast :
  • Þvottavélar og þurrkarar - fyrir ofan eða neðan hurðarop þegar hurðin er opnuð.
  • Uppþvottavélar -  er að finna í hurðarfalsinu hægra megin.
  • Kæliskápar - vinstra megin þegar grænmetisskúffa er tekin út eða á innanverðri hlið að ofanverðu.
  • Ofnar og eldavélar - í hurðarfalsinu á ofninum þegar hurðin er opnuð.
  • Helluborð - Undir borðinu.
  • Viftur og háfar - að innan verðu þegar fitusían hefur verið tekin úr.
Verðlisti viðgerðarþjónustu
Útkall með akstri á höfuðborgarsvæðinu og 45 mín vinna kr. 16.900.-
Útseld vinna pr 60 mín kr. 8.000.-
Skoðanagjald á verkstæði (lágmarksgjald) kr. 8.000.-
 
Rafha verkstæði
Ármúli 15 (Gengið inn að aftanverðu)
108 Reykjavík
Sími 5880503
Opið alla virka daga frá 9-16