Þjónusta

Hvernig getum við aðstoðað?

Ertu með bilað tæki sem þarfnast viðgerðar eða vantar þig varahlut?
Rafha leggur metnað sinn í að leysa öll mál sem því berast fljótt og örugglega.
 
Hafðu samband með því að hringja í síma 5880500 eða senda okkur tölvupóst á rafha hjá rafha.is.  Nauðsynlegt er að hafa ítarlega bilanalýsingu, upplýsingar um gerð og týpu ásamt upplýsingum um kaupdag.
 
Týpuskilti er yfirleitt að finna á eftirfarandi stöðum á tækjunum frá okkur og er oftast :
  • Þvottavélar og þurrkarar - fyrir ofan eða neðan hurðarop þegar hurðin er opnuð.
  • Uppþvottavélar -  er að finna í hurðarfalsinu hægra megin.
  • Kæliskápar - vinstra megin þegar grænmetisskúffa er tekin út eða á innanverðri hlið að ofanverðu.
  • Ofnar og eldavélar - í hurðarfalsinu á ofninum þegar hurðin er opnuð.
  • Helluborð - Undir borðinu.
  • Viftur og háfar - að innan verðu þegar fitusían hefur verið tekin úr.