Ofnar

Ráleggingar um ofna
Í dag seljast fleiri innbyggðir ofnar en hefðbundar eldavélar. Helstu kostir þess að velja innbyggðan ofn, framyfir eldavél, er að hægt er að byggja ofninn inn í vinnuhæð. Þar fyrir utan er maður ekki bundinn að því að skipta út helluborðinu þótt skipt sé um ofn. Ofnarnir eru ekki háðir helluborðunum, svo að hægt er að blanda saman merkjum og mismunandi gerðum af ofnum og helluborðum. Margar gerðir finnast af ofnum og hægt er að velja á milli mismunandi ofnastærða, kerfa og fylgihluta. Upplýsingarnar hér að neðan geta e.t.v. hjálpað þér við valið á nýjum ofni.
 
Ofnastærð
Þrátt fyrir að ofnarnir okkar beri nokkurnvegin sömu utanmál, er stór munur á sjálfu ofnarýminu. Nýrri ofnar frá Electrolux, Zanussi og AEG eru allt að lítrar að rúmmáli 74, á meðan eldri gerðir eru 50-55 lítrar. Sumir ofnar eru með völsuðum plötuberum á meðan betri gerðir eru með grindur til beggja hliða sem bera plötur og skúffur.
 
Orkunýtni
Framleiðendur keppast við að gera tækin meira orkusparandi. Nær allir ofnar fá að lágmarki A einkunn fyrir orkunýtni á meðan nýrri gerðir eru enn betri og nota 10 eða 20% minni orku en nauðsynlegt er til að uppfylla staðal A.
 
Hreingerning
Flestir ofnar eru með högg- og slitþolinni glerjungshúðun sem auðvelt er að þrífa. Betri gerðir hafa sjálfhreinsibúnað sem getur verið tvennskonar; annarsvegar katalítískum sjálfhreinsibúnaði og pýrólítískum búnaði hinsvegar. Framleiðendur eru gjarnir á að búa til nýstárleg nöfn á þessa tegund hreinsibúnaðar en hann virkar í meginatriðum eins.
 
Katalítískur sjálfhreinsibúnaður eru yfirborðsvirkar hliðar og stundum innbakið í ofninum, sem brenna fitu og óhreinindum þegar hitastigið stígur yfir 200°C í ofninum. Kosturinn við þennan búnað er að hann virkar samtímis og ofninn er notaður.
  
Pýrólítískur sjálfhreinsibúnaður er af öðrum toga. Ofninn er stilltur á sérstakt hreinsikerfi sem hitar ofninn upp í 500°C. Að tveimur tímum liðnumn hefur hitinn brennt alla fitu og önnur óhreinindi upp til ösku og situr hún eftir á botni ofnsins. Allt sem þú þarft að gera er að þurrka öskuna upp með rökum klút.
 
Kjöthitamælir
Margar betri gerðir eru í dag búnar kjöthitamæli, þar sem hægt er að fylgjast með kjarnhitanum í matnum á skjá framan á ofninum. Ofninn lætur þig vita þegar forstilltum kjarnhita er náð. Kjöthitamælir ætti e.t.v. að kalla mathitamæli, þar sem hann má nota í margt annað en kjöt. Fiskur, brauð, ofnréttir eða annar matur er tilvalinn fyrir kjöthitamælinn.
 
Brautir
Í sumum gerðum eru brautir fyrir plötur, skúffu eða grind staðalbúnaður, í öðrum er hægt að kaupa slíkan búnað aukalega. Þær renna lauflétt út og létta þér vinnuna og auka þægindin í eldhúsinu. Mismunandi er hve margar brautir fylgja með og hve langt er hægt að draga þær út.
 
Klukka
Með klukku á ofninum er ekki aðeins hægt að stilla á niðurtalningu með hringingu, klukkan býður nefnilega einnig uppá framstillta ræsingu.
 
Barnalæsing
Séu börn til staðar, getur verið gott að fá ofn með barnalæsingu. Þetta er yfirleitt lítill takki á hurðinni sem þrýsta þarf niður til að opna hana.
 
Heitur blástur eða blástur
Í ódýrari blástursofnum er sérstöku hringhitaelementi umhverfis blástursviftuna sleppt. Einu hitagjafarnir eru undir- og yfirhiti. Það gefur augaleið að hitadreifingin er ekki jafn góð og í ofnum með hringhitaelementi, sem gjarnan er nefndur; ekta heitur blástur. Ekta heitur blástur tryggir mun betri hringrás heits lofts í ofninum og frábæran árangur, jafnvel þótt eldað eða bakað sé á mörgum hæðum.
 
Kerfi
Flestallir ofnar hafa a.m.k. blástur, undir- og yfirhita og grill. Betri ofnar hafa fleiri sniðug kerfi, s.s. pizzakerfi, tvöfalt grill, grill með blæstri, affrystingu og sér undirhita. Toppgerðirnar hafa svo sjálfvirk kerfi og eru með innbyggðum uppskrifta gagnagrunni. Þar er jafnvel hægt að láta ofninn reikna út bestu samsetningu hita og tíma m.v. uppgefna þyngd og tegund réttar.
 
Lýsing
Ódýari ofnar hafa staðlaða 15-25W ofnperu. Betri ofnar eru með svokallaðri flóðlýsingu og sjá 2 aflmeiri perur ofninum fyrir bjartri og góðri lýsing að innan.
 
Hæglokun
Í betri gerðum frá Electrolux og AEG er ofnhurðin búin svokallaðri hæglokun, hurðin lokast því alltaf hægt og rólega.