Skilmálar

Skilmálar og ábyrgð

 

1.gr  Skilgreining

 

Seljandi er Rafha ehfSuðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík, kt. 530390-1019.
 
Kaupandi er sá sem skráður er á reikning gefnum út af seljanda.
 
 
 
2. gr. Ábyrgð Rafha miðast að öllu leyti við réttindi kaupanda sbr. lög um neytendakaup nr. 43 frá 2003.
 
3. gr. Kaupanda er heimilt að skila vöru innan 30 daga frá því að kaupin voru gerð gegn framvísun reikninga. Skilyrði er að varan sé í upprunalegu ástandi og með öllum þeim aukahlutum sem vörunni fylgdu. Ekki er skilyrði að varan sé ónotuð.  
 
4. gr. Kaupanda er heimilt að rifta kaupum sbr. lög um neytendakaup. Forsenda riftunar er veruleg vanefnd.
 
5. gr. Seljandi ber ábyrgð á áreiðanleika allra upplýsinga sem hann veitir kaupanda um gæði vöru eftir bestu vitund. Kaupanda ber að kynna sér alla eiginleika vöru sem gefnir eru upp í handbók eða öðrum leiðbeiningum um notkun vöru.
 
6. gr. Ef söluhlutur er gallaður ber kaupanda að tilkynna seljanda um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var. Frestur kaupanda til að leggja fram kvörtun er aldrei styttri en tveir mánuðir frá því að hann varð galla var.
 
Ef kaupandi leggur ekki fram kvörtun innan tveggja ára frá þeim degi er hann veitti söluhlut viðtöku getur hann ekki borið gallann fyrir sig síðar. Ef söluhlut, eða hlutum hans, er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti er frestur til að bera fyrir sig galla fimm ár frá því að hlutnum var veitt viðtaka.   

Neytandi glatar rétti sínum til þess að bera fyrir sig galla ef hann tilkynnir ekki seljanda um gallann innan ofangreindra tímamarka og framvísar reikningi því til staðfestingar.
 
Viðmið varðandi mat á galla eru:
7. gr. Ef kaupandi ber fyrir sig galla skal ávallt leita samþykkis seljanda áður en viðgerð er framkvæmd á söluhlut. Ef vara er staðsett utan Reykjavíkur og nágrennis skal kaupandi fylgja tilmælum seljanda um hvernig varan skal flutt til viðgerðar.  
 
8. gr. Seljandi skuldbindur sig til að veita kaupanda upplýsingar og almenn ráð bili söluhlutur þegar meira en fimm ár eru liðin frá því að kaup voru gerð.  
 
9. gr. Geymið reikninginn.