Heimsending

Sent eða sótt?
Það er einfalt og ódýrt að fá vöruna senda heim til þín eða á næsta pósthús. Þú getur líka sótt vöruna þína á Suðurlandsbraut 16. Heimsendingarmöguleikar koma fram í innkaupakörfunni og eru útskýrðir hér að neðan.
 
Stór tæki s.s. þvottavélar, kæliskápar, helluborð og háfar má fá heimsend samdægurs á höfuðborgarsvæðinu eða sótt á næsta pósthús innan örfárra daga fyrir 6.900 krónur. Heimsending með Póstinum kostar frá 8.900 krónur, þar sem sú þjónusta er í boði. Gjaldið stighækkar svo ef keypt eru fleiri tæki í einu. Nánar um það hér að neðan.
 
Smátæki s.s. kaffivélar, örbylgjuofnar, ryksugur og hrærivélar er hægt að fá send á næsta pósthús fyrir 900 krónur eða heimsend fyrir 1.500 krónur innan örfárra daga. Gjaldið stighækkar svo ef keypt eru fleiri tæki í einu. Nánar um það hér að neðan.
 
Þér er líka velkomið að sækja vöruna til okkar á Suðurlandsbraut 16 og greiða á staðnum eða fyrirfram.
 
Smátæki heimsend á höfuðborgarsvæðinu 
Óháð magni kr. 1.500,-
 
Stór tæki heimsend á höfuðborgarsvæðinu
Á höfuðborgarsvæðinu er keyrt er út á milli 17 og 20 alla virka daga og bílstjórinn aðstoðar þig við að koma tækinu inn til þín. Athugið að vegna álags getur sending dregist til næsta dags. 
1 tæki kr. 6.900
2 tæki kr. 7.900
3 tæki kr. 8.900
4 tæki+ kr. 9.900
 
Stór tæki sótt á pósthús – um allt land
Þú getur nálgast vöruna á næsta pósthús eftir 1-3 daga eftir landssvæðum og þjónustustigi Póstsins.  
1 tæki kr. 6.900
2 tæki kr. 7.900
3 tæki kr. 8.900
4 tæki+ kr. 9.900
 
Stór tæki heimsend með póstinum
Pósturinn kemur tækinu heim til þín innan 2-3 daga þar sem sú þjónusta er í boði.  
1 tæki kr. 8.900
2 tæki kr. 9.900
3 tæki kr. 10.900
4 tæki+ kr. 11.900
 
Smátæki sótt á Pósthús
Þú getur nálgast vöruna á næsta pósthús eftir 1-3 daga eftir landssvæðum og þjónustustigi Póstsins.  
1 tæki kr. 900
2 tæki kr. 1.500
3 tæki kr. 2.000
4 tæki kr. 2.500
5 tæki+ kr. 3.000
 
Smátæki heimsend með Póstinum
Pósturinn kemur tækinu heim til þín innan 2-3 daga þar sem sú þjónusta er í boði.  
1 tæki kr. 1.500
2 tæki kr. 2.000
3 tæki kr. 2.500
4 tæki+ kr. 3.000
5 tæki+ kr. 3.500