Þvottavélar

Ráðleggingar um þvottavélar
Úrvalið af þvottavélum á markaðinum er gríðarlegt, og mörg freistandi tilboð í gangi. Áður en maður slær til og kaupir ódýrustu tilboðsvélina, er gott að kynna sér aðeins nánar hvað greinir allar þessar vélar að og hversvegna sú ódýrasta er ekki endilega sú rétta. Þvottavél er frekar flókið fyrirbæri sem samanstendur af mótor, dælu og töluverðum rafeindabúnaði sem þarf að þola vatn, raka og titring.
 
Tegundir
Algengast er að Íslendingar kaupi framhlaðnar þvottavélar. Við sumar aðstæður, er erfitt um vik að koma þessum vélum fyrir sökum plássleysis, en þá velja sumir topphlaðna vél eða smávélar sem alla jafna taka minna magn.  Loks finnast sambyggðar vélar sem bæði þvo og þurrka tauið í einni lotu.
 
Hleðslugeta
Afar misjafnt er hve mikið þvottavél getur rúmað og þvegið af taui. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan gátu nær allar vélar rúmað að hámarki 6 kíló af taui, en í dag finnast vélar sem þvo allt að 10 kíló. Þær geta því auðveldlega þvegið stóra hluti eins og sængur, teppi, vinnugalla og eru kærkomnar á stór heimili þar sem mikið er þvegið.
 
Þeytivinda
Þvottavélar á Íslandi fást með vinduhraða frá 1000 og upp í 1600 snúninga á mínútu.  Með meiri vinduhraða næst meiri raki úr tauinu og þurrktíminn styttist. Af því hlýst sömuleiðis töluvert mikill rafmagnssparnaður, sé tauið þurrkað í þurrkara.
 
Kerfi
Flestar vélar hafa í dag milli 12-20 mismunandi þvottakerfi. Allar vélar hafa bæði  bómullarkerfi og kerfi fyrir viðkvæman fatnað, gerviefni og ull. Sérkerfi s.s. ofnæmisskolun, teppi, sængur, íþróttfatnaður, silki, skyrtur og gallabuxuxnakerfi eru fáanleg á sumum vélum.
 
Mótor
Hér hefur þróunin verið hröð á undanförnum árum. Kolalausir mótorar hafa rutt sér til rúms, enda eru þeir slitsterkari, endingarbetri, hljóðlátari og vinnsluþýðari en hefðbundnir kolamótorar. Daewoo hefur svo farið allt aðra leið og þróað tækni sem kallast DirectDrive. Þá er tromlunni snúið með segulafli í stað drifreimar. Þessir mótorar hafa langan lifitíma, eru afar hljóðlátir og skilvirkir.
 
Tromla
Betri gerðir af AEG og Electrolux þvottavélum hafa sérstakar tromlur sem vernda viðkvæman fatnað. Einskonar vatnsfilma myndast á milli tausins og tromlunnar þar sem tauið flýtur á yfirborði hennar. Þetta tryggir að tauið slitnar minna og endist lengur. 
 
Önnur þægindi
Skipti atriði einsog hraði og sveigjanleiki þig máli, ættirðu að skoða Electrolux vélar með TimeManager tímastjórnunarmöguleika. Þar geturðu bæði aukið eða minnkað tímann eftir þörfum. Sumar vélar bjóða uppá gufukerfi sem réttir úr krumpum og sléttir fötin. 
 
Stjórnborð vélanna er mismunandi. Sumar hafa stóran eða lítinn skjá þar sem hægt er að fylgjast með framvindu kerfisins.