Tilboð

Samsung kæli- og frystiskápur Family Hub

Lagerstaða: Sérpöntun (3 - 4 vikna afhending)

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

419.900 kr 449.900 kr

Stór 21,5 tommu snertiskjár fullkomnar þennan ríkmannlega búna kæli- og frystiskáp frá Samsung. WiFi tengdur og með innbyggðri myndavél getur þú skoðað innihald skápsins þegar þú ert í búðinni. 
Spilaðu tónlist og horfðu á sjónvarpið með tengingu við símann þinn.
Fjölskyldudagatalið er frábær fídus sem gerir allri fjölskyldunni mögulegt að fylgjast með og skipuleggja sína daga.
Öll nýjasta kæli tækni kemur hér saman til að varðeita matvælin þín sem lengst sem sparar þér tíma og pening.
Og svo miklu meira...

Almennt

 • Family Hub - Stór 21,5" skjár. Stjórnaðu heimilinu frá Family Hub skápnum þínum. 
 • WiFi - Innbyggð WiFi og Bluetooth tækni
 • Innbyggð myndavél - fylgstu með innihaldinu úr símanum.
 • Orkuflokkur A++ - 40% minna en orkuflokkur A (382kW á ári)
 • Aðvörunarkerfi ef hitastig fellur
 • Fullkomin klaka- og vatnsvél með rennandi vatni, molum og muldum ís. Sérleg gott rými, jafnvel fyrir há glös. Klakavélin er með gegnsæju hólfi sem getur rúmað 2 kíló af klökum og er á innanverðri hurð sem gefur aukið rými í frysti
 • Fingrafarafrítt burstað stál
 • Ótrúlega hljóðlátur, aðeins 39 dB(A)
 • Digital Inverter orkusparandi og hljóðlát hágæða kælivél  
 • HxBxD: 178 x 91,2 x 71,6 cm með hurðum (dýpt 61 cm án hurða)
 • Nettóþyngd 127kg.
 • Stál

Kælihluti

 • Rúmmál 407 lítrar (nettó) 
 • Björt sparneytin LED lýsing miðjum skápnum sem varpar ljósi á allar hillur
 • Breytanleg innrétting
 • Precise Chef Cooling™ - Skápurinn heldur hitastiginu jöfnu, flökt aðeins ± 0,5°C
 • MetalCooling kælivifta tryggir jafnt kuldaflæði í öllum skápnum. Matvæli geymast lengur og við bestu mögulegu skilyrði. 
 • Twin Cooling Plus system - tvö aðskilin kælikerfi sem tryggja ferskleika og án þess að lofti úr frysti sé blandað í kæli og öfugt. Þannig haldast eplin þín fersk, ísinn í frystinum hélar ekki og klakarnir munu ekki fá keim af hvítlauk úr kælinum. 
 • Hillur með kanti svo að vökvi leki ekki milli hæða 
 • BigBox grænmetisskúffa með loki sem lyftist þegar hún er dregin út
 • Sjálfvirk afhríming
 • FastChill hraðkæling

Frystihluti

 • Rúmmál 210 lítrar (nettó) 
 • NoFrost sjálfvirk afhríming. Engin ísmyndun eða hélun. Matur geymist við kjöraðstæður
 • All-Around Cooling Kælivifta tryggir jafnt kuldaflæði í öllum skápnum. Matvæli geymast lengur og við bestu mögulegu skilyrði. 
 • Björt sparneytin LED lýsing miðjum skápnum sem varpar ljósi á allar hillur
 • Stórar frystiskúffur með betri nýtingu á rými
 • FastFreeze hraðfrysting 
 • Frystigeta 12 kg á sólarhring

Vörunúmer: RS68N8941SLEF-26 Flokkur: Tvöfaldir / amerískir,