Þessi flotti vínkælir úr iQ500 seríunni frá Siemens er hlaðinn hágæða kælipressu sem tryggir stöðugt og gott hitastig. Hillurnar eru gerðar úr gegnheilli eik, rétt eins og tunnurnar sem vínið kemur úr. Tvö aðskilin hitasvæði gera þér kleift að geyma uppáhalds vínin þín við fullkomnar aðstæður og hægt er að stilla hitastig frá 5 °C til 20 °C á hverju hitasvæði.
Beint sólarljós getur haft áhrif á lit, bragð og uppbyggingu víns. Þess vegna er vínkælirinn með glerhurð sem er varin fyrir útfjólubláum ljósgeislum, sem verndar dýrmæt vín fyrir sólarljósi og varðveitir gæðin.
Orkusparandi og endingargóð LED lýsing í vínkælinum frá Siemens kemur skápnum og innihaldi hans í rétta birtu án þess að hafa áhrif á geymsluhita.
- 2 aðskilin kælisvæði stillanleg frá 5-20°C
- 44 Bordeaux flöskur
- Hægt að víxla hurðaropnun
- 3 útdraganlegar flöskuhillur úr gegnheilli eik
- Hitastillir
- Kjöraðstæður fyrir rauðvín eða hvítvín
- Hljóð 38 dB(A)
- Hvít Led lýsing
- Tvöfalt gler í hurð, UV varið
- Kolasía til að eyða lykt og tryggja góð loftgæði
- Svart handfang
- Sérhönnuð kælivél með lágmarksvíbring
- Þessi vínkælir er til innbyggingar.
- Svartur
- Orkuflokkur F - Sjá nánar um orkumerkingar ESB hér
- HxBxD: 81,8-86,8 x 59,5 x 57 cm - sjá nánari málsetningar á teikningu.