B-VARA. B-Vara er tæki sem hefur verið tekið til baka og getur verið útlitsgallað eða lítið notað. Tækið er yfirfarið og prófað og með fullri ábyrgð. Fáðu nánari upplýsingar hjá sölumanni.
Ástæða: 30 daga skilaréttur, skápur passaði ekki í innréttingu og var aldrei notaður. Aðeins rofnar umbúðir.
Fullkominn Samsung innbyggður kælir með kæliviftu og frystir með NoFrost.
Almennt
- SpaceMax veggir skápsins eru þynnri þökk sé sérstakri einagrunar tækni og þannig eykst geymslu rýmið til muna
- Stafrænt stjórnborð með snertitökkum og LED skjá
- Aðvörunarhljóð fyrir opna hurð
- Twin Cooling Plus system - tvö aðskilin kælikerfi sem tryggja ferskleika og án þess að lofti úr frysti sé blandað í kæli og öfugt. Þannig haldast eplin þín fersk, ísinn í frystinum hélar ekki og klakarnir munu ekki fá keim af hvítlauk úr kælinum.
- Sérstaklega hljóðlátur - Hljóð aðeins 35 dB(A)
- Lamir hægramegin, hægt að víxla hurðaropnun.
- HxBxD: 193,5 x 54 x 55 cm
Kælihluti
- Rúmmál 224 lítrar (nettó)
- Björt sparneytin LED lýsing í miðjum skápnum sem varpar ljósi á allar hillur
- MetalCooling kælivifta tryggir jafnt kuldaflæði í öllum skápnum. Matvæli geymast lengur og við bestu mögulegu skilyrði.
- Grænmetisskúffa
- Útdraganleg FreshZone skúffa með 15% lægra hitastigi fyrir kjöt og fisk - allt að tvöföldun á geymsluþoli
- Sjálfvirk afhríming
Frystihluti
- Rúmmál 74 lítrar (nettó)
- Fjögurra stjörnu frystir með hámarksgeymslugetu
- NoFrost tækni - Búnaður sem eyðir raka og kemur í veg fyrir hrímmyndun og klaka. Maturinn helst ferskari, geymist lengur og þú sleppur við að afhríma skápinn
- CoolSelect Plus - Nýjung! Hægt að velja milli fjögurra hitastiga í frystinum. 2°C, -1°C, -5°C eða -15 -23°C
- Hraðfrysting
- Frystigeta 6 kg á sólarhring