Hvað þarf ég að vita?
Samræmdir orkumerkimiðar hafa stutt neytendur við val á orkunýtnum vörum í meira en 25 ár. Evrópusambandið hefur nú endurskoðað orkumerkingar á tækjum enda þjónaði gamli orkumiðinn ekki lengur tilgangi sínum þar sem nær allar vörur náðu betri orkunýtni en sem jafngilti orkuflokki A. Flestar vörur voru því komnar í orkuflokk A+, A++ o.s.frv.
Frá 1. mars 2021 eiga allar vörur að vera merktar með nýjum orkumerkimiða og því geta verið tveir mismunandi orkumerkimiðar sem fylgja hverju tæki á meðan aðlögun fer fram. Frá og með 1. desember 2021 má ekki lengur selja tæki með gamla orkumerkimiðanum.
Hvað breyttist?
- Stærsta breytingin er að vörur sem áður voru í A+, A++ o.s.frv. falla niður og í staðinn er skali A til G notaður. Vara sem t.d. áður var í orkuflokki A+++ dettur niður í orkuflokk B eða jafnvel C á nýjum orkumerkimiða.
- Orkunotkun kemur skýrt fram á miðju miðans.
- QR kóði sem er tengdur upplýsingagagnagrunni.
- Hljóð frá A til D á öllum vörum.
- Tákn breytast og útliti miðans breytt til samræmis við nýjar kröfur.
Um hvaða tæki gilda breytingarnar?
- Kæli- og frystitæki
- Þvottavélar
- Þvottavélar með sambyggðum þurrkara
- Uppþvottavélar
- Vínkæla
- Sjónvörp
- Ljós
Nánari upplýsingar
Við mælum með að þú kynnir þér ítarefni frá Mannvirkjastofnun með því að smella á hlekkinn hér að neðan: