Vegna breytinga í sýningarsal er þetta sýningareintak til sölu
Flottur innbyggður kæliskápur með nægu rými fyrir stórar og meðalstórar fjölskyldur. HydroFresh grænmetisskúffa, svo að grænmeti og ávextir geymast nær helmingi lengur. Sveigjanleg og margbreytanleg innrétting.
Almennt
- Stafrænt stjórnborð með snertitökkum og LED skjá
- Hljóð 37 dB(A)
- freshSense kælivifta tryggir jafnt hitflæði
- Lamir hægramegin, hægt að víxla hurðaropnun.
- Orkuflokkur E - Sjá nánar um orkumerkingar ESB hér
- HxBxD: 177,2 x 55,8 x 54,5 cm
Kælihluti
- Rúmmál 319 lítrar (nettó)
- Björt sparneytin LED lýsing í miðjum skápnum sem varpar ljósi á allar hillur
- VarioShelf - hillur úr hertu öryggisgleri, tvískiptar og 1 hilla með útdragi
- HydroFresh grænmetisskúffa á brautum með rakastillingu - tryggir að ávextir og grænmeti geymist við kjörhitastig og rétt rakastig. Allt að þreföldun á geymsluþoli.
- Venjuleg grænmetisskúffa á braut
- Sjálfvirk afhríming