Framúrskarandi Perfect Care 600 þvottavél sem sameinar snjalla hönnun og þægindi. Hentar meðalstórum fjölskyldum þar sem mikið er þvegið og tíminn af skornum skammti. 6 kílóa hleðslugeta, hágæðamótor, SoftDrum tromla og TimeManager tímastjórnun gera þessa vél að ákjósanlegum kosti heimilisins.
Það helsta:
- 6 kg hleðslugeta - meiri afköst en eldri vélar
- 1200 snúninga stillanlegur vinduhraði
- TimeManager - þú ræður tímanum! Styttu þvottakerfin og sparaðu allt að 60% tíma.
- SoftDrum tromla - lágmarkar slit á og verndar viðkvæman fatnað
- Góð sérkerfi þ.á.m. ull, silki, sængur og 14 mínútna hraðkerfi
Og allt hitt:
- LED skjár, snertitakkar og kerfa- og hitaval með einum rofa
- Active Balance Control mishleðsluskynjun
- FuzzyLogic þvottatækni
- WoolMark ullarvottun
- SoftPlus fyrir mýkingarefni - dreifir betur úr mýkingarefni
- Barnalæsing á hurð og stjórnborði
- Þvottakerfi: bómull, bómull eco, gerfiefni, viðkvæmur þvottur, 14 mín hraðkerfi, ofnæmiskerfi, sængur, silki, ull, sportfatnaður, útivistafatnaður, gallaefni, skolun, dæling/vinda
Og það tæknilega:
- Hljóð 77 dB(A) í þeytivindu
- Tromlustærð 42 lítrar
- Orkunýtni D - Sjá nánar um orkumerkingar ESB hér
- Þvottahæfni A
- Vinda B
- H x B x D: 89 x 40 x 60 cm