Við kynnum með stolti nýjustu vörulínuna úr smiðju Electrolux. Electrolux Excellence sameinar nýsköpun, gæði og sjálfbærni með kröfur neytenda í fyrirúmi

SteamRefresh gufukerfi
Með 25 mínútna SteamRefresh kerfinu getur þú frískað upp á viðkvæmar flíkur sem hafa t.d. bara verið notaðar í einn dag og þurfa ekki endilega þvott. Hjálpar einnig til við að ná erfiðum krumpum úr fötum svo þú þarft að strauja minna.

Fjarstýrðu vélinni úr símanum
Tengdu þvottavélina við Electrolux snjallforritið í símanum þínum og fylgstu með þegar þvottavéliin klárar. Forritið/appið gefur þér einnig tillögur að þvottakerfum.
Einnig er hægt að setja vélina af stað beint úr símanum.
QuickCare 69 mínútur
Með QuickCare 69 mínútna þvottakerfi getur þú fengið fullkomin afköst á stuttum tíma með blönduðum þvotti á 30°C hitastigi.


Hygiene Gufukerfi
Hygiene gufukerfið er vottað af Swissatest og fjarlægir 99.99% af öllum sýklum og bakteríum. Kerfið heldur hitanum yfir 60°C og dregur einnig úr ofnæmisvaldandi áhrifum.

AutoDose sjálfvirkur sápuskammtari
Láttu vélina sjá um að skammta þvottaefni og mýkingarefni. Með sjálfvirkum sápuskammtara færðu rétt magn af sápu í þvottinn og sparar í flestum tilfellum þvottaefni á sama tíma. Vélin skynjar hversu mikið vatn þvotturinn dregur í sig og ákvarðar magn þvottaefnis útfrá því.
Það helsta:
- 10,5 kg hleðslugeta
- 1600 snúninga stillanlegur vinduhraði
- Kolalaus ÖkoInverter hágæðamótor - lengri ending, minna slit, hljóðlátari og hraðvirkari
- TimeSave+ hraðval - þú getur stytt algengustu kerfi um allt að helming
- ProTex tromla - lágmarkar slit og verndar viðkvæman fatnað
- ProSense tækni - aðlagar þvottatíma og vatnsnotkun að þörf og kemur í veg fyrir að fötin þín séu ofþvegin
- 20 mínútna hraðkerfi
- Góð sérkerfi þ.á.m. ull & silki, sængur & teppi, strau-létt
Og allt hitt:
- LED skjár með hvítri LED lýsingusem sýnir framvindu þvottakerfis
- Framstillt ræsing möguleg 1-20 klukkustundir
- Active Balance Control mishleðsluskynjun
- XXL hurðarop með allt að 160° opnun
- WoolMark Blue ullarvottun
- Barnalæsing á hurð og stjórnborði
- Sápuskúffa fyrir fljótandi þvottaefni eða duft
- Þvottakerfi: PowerClean 59 mínútur, ECO, Bómull, gerfiefni, viðkvæmt, ullarkerfi, 20 mín hraðkerfi, Gufukerfi, Tromluhreinsun, Gufuhreinsun, Tæming/vinda
- Sérstakt blettakerfi og hólf í sápuskúffu fyrir blettahreinsi
- Val um forþvott, skolstöðvun eða viðbótarskolun
- Mishleðsluskynjun - vélin fylgist grannt með þyngdarmisjöfnun í tromlunni og leitast við að jafna tauið út og lágmarka átök við þeytivindu
- Öflug skoltækni sem byggir á skolun og stuttri vindu til skiptis
- Barnalæsing
Og það tæknilega:
- Hljóð aðeins 76 dB(A) í þeytivindu
- Tromlustærð 69 lítrar
- Orkunýtni A - Sjá nánar um orkumerkingar ESB hér
- Þvottahæfni A
- Vinda B
- H x B x D: 84,7 x 59x7 x 63,3 cm (full dýpt 66cm)
- Þyngd: 78,5kg