Temptech Oslo Drykkjarkælir

Lagerstaða: Uppselt

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

199.950 kr

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Oslo línan frá Temptech er með alveg einstakt útlit. Skáparnir koma handfangalausir og því auðveld koma þeim vel fyrir í fallegri innréttingu. Kælipressan situr svo á sérstökum dempunar púðum sem koma í veg fyrir að víbríngur leiði inn í hillurnar í skápnum. Ef vín liggur til lengri tíma í víbrandi hillum þá byrjar það skilja sig og skemmist. 

 
 

Afhverju Temptech ? 
 

Ertu að leita að vönduðum og hljóðlátum vínkæli sem kemst fyrir nánast hvar sem er? Þá þarftu ekki að leita lengra. Hvort sem þú ert að leita að innbyggðum eða frístandandi, mætir Temptech öllum þínum þörfum. Temptech er norskt fjölskyldufyrirtæki sem leggur allan sinn metnað í framleiðslu hágæða vínkæliskápa í öllum stærðum og gerðum. 

Þessir vönduðu vínkælar hafa notið vinsælda  og hlotið mikið lof hjá fagaðilum, vínáhuga- og veitingamönnum. Vínið geymist við kjöraðstæður þar sem bæði hita- og rakastig er ákjósanlegt, slæm áhrif birtu og sólar lágmörkuð og víbringur nánast enginn.

 

 

Fimm lykilatriði sem þarf að hafa í huga við val á kæliskáp

  • Rétt og stöðugt hitastig
    • Rétt og stöðugt hitastig er nauðsynlegt til að varðveita og geyma vín. Yfirleitt má geyma öll vín við 10-12 gráðu hita. Ef þú vilt hafa mismunandi hitastig og geyma vín við hitastig sem hentar til að bera fram, er best að geyma hvítvín við 6-12 gráður og rauðvín við 14-16 gráður.
  • Rakastig
    • Korktappinn getur þornað og hleypt súrefni í vínið sem getur skemmt það. Mælt er með að rakastigið sé minnst 50%. Rakastigið í vínkælunum okkar er alltaf 50-70%.
  • Ljósnæmi
    • Vín eru viðkvæm fyrir ljósi. Ljós geta hraðað þroskun vínsins um of. Allt gler í Temptech skápunum er með UV vörn gegn skaðlegum áhrifum sólar og ljóss. LED lýsingin í skápunum hefur ekki áhrif á vínið.
  • ​Lykt
    • Sterk lykt getur komist í snertingu við vínið í gegnum korkinn og eyðilagt það. Allar hillur í Temptech skápunum eru ekki yfirborðsmeðhöndlaðar með lakki ogþví lyktarlausar.
  • ​Víbríngur
    • Víbringur getur með tímanum haft skaðleg áhrif á varðveislu vínsins. Kælivélarnar í Temptech skápunum eru af vönduðustu gerð og hvíla á sérstökum púðum sem lágmarka víbring eins og kostur er. 

Tímalaus hönnun
 

Skandinavísk hönnun með hreinum línum. 

Nákvæm hitastýring

Temptech vínkælarnir koma allir með loftöndun að framan, svo skápana má alla byggja inn í innréttingu. Með kæliviftu tryggir skápurin að hann haldi nákvæmu hitastigi alltaf svo að vínið varðveitist betur til lengri tíma og þroskast rétt.

 

 Það tæknilega

  • Fyrir allt að 180 dósir
  • Hægt að víxla hurðaropnun
  • Stafrænn hitastillir
  • 145 Lítra kælirými
  • Hljóð aðeins 38 dB(A)
  • Hvít Led lýsing
  • SideLight - LED lýsing í hliðum skápsins
  • Tvöfalt gler í hurð, UV vörn og Argon gasfyllingu til að tryggja hámarks einangrun og enn stöðugra hitastig
  • Inngreypt handfang
  • Svartur
  • Orkuflokkur F - Sjá nánar um orkumerkingar ESB hér
  • HxBxD: 81,3 x 59,5 x 57 cm
Vörunúmer: OFX60SRB-24 Flokkur: Kæli- & frystitæki, Án frystis, Vínkælar,