Íslenska pönnukökupannan

Lagerstaða: Til á lager

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

11.950 kr

Íslenska pönnukökupannan

  • ​Gamla góða pönnukökupannan, hönnun sem hefur lifað í 70 ár
  • Virkar líka á spanhellur
  • Íslensk hönnun
  • Kemur í fallegum taupoka
  • Uppskrift fylgir

Uppskrift að pönnukökum eins og amma gerir

3 dl hveiti 
1 msk sykur
5 dl mjólk
1/2 tsk lyftiduft
2 egg 
1/2 tsk vanillu extract eða dropar

30 g smjör

Aðferð:

1. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið vel saman, hellið 3 dl af mjólk saman við, hrærið saman í kekkjalaust deig.
2. Bætið einu og einu eggi saman við og hrærið vel. 
3. Bætið því sem eftir er að mjólkinni saman við deigið og vanillunni, blandið vel saman.
4. Bræðið smjör á pönnukökupönnunni.
5. Hellið smjörinu saman við deigið og blandið því vel saman við.
6. Hellið þunnu lagi af deiginu á pönnuna og bakið pönnukökuna þar til hún er farin að þorna á yfirborðinu. Snúið pönnukökunni við og bakið kökuna þar til hún verður ljósbrún á hinni hliðinni.

 

Góð ráð!

  • Fyrir fyrstu notkun skal bræða smjör/smjörlíki á pönnunni, hita vel og láta brenna lítillega. Feitin er látin kólna, hellt af og þurrkuð með pappír. Gott að endurtaka.
  • Alltaf skal bræða feiti á pönnunni fyrir bakstur.
  • Ekki þvo pönnuna eftir notkun, aðeins þurrka hana.
Vörunúmer: ISL310138 Flokkur: Búsáhöld, Baksturinn, Pönnur, VINSÆLAR GJAFIR,