Þessi Siemens ofn er hluti af IQ700 topplínunni og er búinn 2,8" TFT litasnertiskjá, activeClean Pyrolyse brennslusjálfhreinsbúnaði, ljúflokun og byltingarkenndum blástursofni með 4D loftdreifingu.
Það allra helsta:
- activeClean - með þremur hreinsikerfum. ofninn læsist og brennir upp til agna alla fitu og óhreinindi við 500°C. Plötuberar, ofnskúffa og bökunarplata þola hreinsikerfið
- TFT 2,8" snertiskjár með skilmerkilegu aðgerðarvali og auðsjáanlegur frá öllum hliðum
- 4D heitur blástur (sjá myndband að neðan) - Blástursviftan í baki ofnsins snýst til beggja átta og tryggir þannig jafnari hitadreifingu og betri árangur við bæði bakstur og steikingu, jafnvel við 1 eða fleiri plötur/skúffur samtímis
- coolStart - Er tíminn naumur? Með coolStart aðgerðinni má hita og elda frosinn mat hraðar en nokkru sinni fyrr þökk sé nýrri hitatækni þar sem engin þörf er lengur á að forhita ofninn
- softMove ljúflokun á hurð
- Kjöthitamælir - stingdu mælinum í kjötið eða fiskinn og láttu ofninn sjá um restina. Hljóðmerki heyrist þegar maturinn er tilbúin.
Og allt hitt:
- 13 eldunarkerfi - 4D blástur, ØkoBlástur, undir-/yfirhiti, Eco undir-/yfirhiti, blástur og grill, stórt grill, pizzakerfi og coolStart hraðhitun
- Rafeindastýrð hitastilling 30-300°C. Nákvæmari og minna hitaflökt
- Barnalæsing á hurð og stjórnborði
- Heilglerjuð hurð að innanverðu - hitnar max 30°C að utanverðu á almennum kerfum
- Sjálfvirkur öryggisútsláttur eftir ákveðinn tíma
- Fylgihlutir 1 skúffa, 1 grind
Og það tæknilega:
- 71 lítra ofn (nettó) - 31% stærri en hefðbundinn ofn
- Orkuflokkur A+
- Innbyggingarmál 59 x 56 x 55 cm
- Utanmál HxBxD: 59,5 x 59,5 x 54,8