AEG Bridge 6000 Spanhelluborð með viftu

Lagerstaða: Uppselt

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

349.950 kr

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

AEG Bridge Spanhelluboð með viftu er einstaklega vandað helluborð með innbyggðri viftu.  Borðið er búið samtengjanlegum hellum sem gerir alla eldamennsku þæginlegri, hvort sem þú sért með litla, stóra, ílanga eða ferkantaða potta.

 

Gerð, hönnun og tækni

  • 80 cm keramik helluborð með spansuðutækni + Power Boost á öllum hellum
  • Rautt LED stjórnborð sýnilegt þegar kveikt er á borðinu
  • Án kants - hentar til niðurfræsingar í borðplötu eða til að liggja ofan á borðplötu
  • Fyrir kolasíu
  • E.G.O. þýskur hágæðastýribúnaður og hellur 

Stærðir

  • Utanmál H x B x D: 21,2 x 78 x 49 cm (sjá nánar á teikningu)
  • Innbyggingarmál fyrir niðurfræsingu - sjá teikningu 
  • Stærðir hellna 
  • 4 x hellur
    • 2x 21cm 2300W / 3200W með Power Boost
    • 2x 18x21 cm 2300W / 3200W með Power Boost
  • Heildarafl 7,2 kW

Eiginleikar helluborðs

  • Touch Slider með 9 þrepa sleðasnerting fyrir hverja hellu + PowerBooster
  • PowerBoost háhraðaspan á öllum hellum - tilvalið til snöggsteikingar, ná upp suðu eða í WOK rétti
  • Intelligent Induction tækni - spanhellurnar nema hvort og hvar pottur/panna er á borðinu og stjórnborðið kveikir sjálfkrafa á stjórnbúnaði fyrir viðkomandi hellu
  • Stop&Go aðgerð - setur borðið í dvala á meðan þú sinnir óvæntum erindum
  • Suðusjálfvirkni - nær t.d. suðu á kartöflum - og lækkar svo hitann eftir stutta stund
  • Potta- og stærðarskynjari
  • Mínútuúr 0-99 mínútur 

Eiginleikar viftu

  • Samræmd einkunn Evrópusambandsins
  • Sogkraftur A
  • Síun B
  • Sogkraftur
    • 250-465 rúmmetrar á klst
    • 585rúmmetrar á háhraðastillingu
  • Hljóð 55-71 dB(A)
  • 3 hraðastillingar +  háhraðastilling
  • Keramískur lykteyðir sem hægt er að þrífa
  • Gufuskynjun
  • Loftstútasett er selt sér (Vörunúmer: M2CKCF01 

Öryggi & þægindi

  • Barnalæsing
  • Sjálfvirkur öryggisútsláttur eftir ákveðinn tíma
  • Ekki er hægt að kveikja á hellu nema að pottur sé til staðar
  • Viðvörunarljós fyrir heita hellu
  • Yfirborðshiti fer aldrei yfir 100°C (ólíkt venjulegum keramík hellum 600°C) og því brenna matarleifar ekki fast

Til fróðleiks og gagnleg ráð

  • Spansuða byggir á hættulausri tækni þar sem orkan leysist úr læðingi í botni pottsins. Kostir spansuðu eru ótvíræðir. Það er allt í senn tímasparandi, orkunýting er mun betri, það er öruggara, nákvæmara og auðveldara í þrifum
Vörunúmer: TH84CB03CB Flokkur: Eldunartæki, Spansuðuhelluborð með viftu,