
Fullsjálfvirk hleðslustöð
Njóttu þess að upplifa minna stress með fullsjálfvirkri hleðslustöð. Vélmennið sér um að tæma rykið, þrífa moppurnar og fylla á vatnstankinn alveg sjálft! Minnkaðu viðhaldið og auðveldaðu lífið

Meiri tæming, minna ves
Roborock Qrevo 798 státar af stóru rykhólfi og ennþá stærra tæmingarhólfi. 2.7l pokahólf gerir þér kleift að geyma ryk í allt að 7 vikur áður en þú þarft að tæma.

Þrifin verða leikur einn!
Moppaðu allt að 330m² í einni atlögu með allt að 200rpm í moppuhausunum. Þrýstingur og snúningur koma saman til að fjarlægja óhreinindi.
Ennþá minna ves

Þriggja-þrepa þrif
Þetta öfluga þrifkerfi líkir eftir þvottavél með forþvotti, skoli og háhraða snúningsþurrkun
Innbyggð þurrkun
Ekki nóg með að stöðin þrífi moppurnar heldur tryggir hún líka loftflæði á meðan hún þurrkar moppurnar við 45°C sem kemur í veg fyrir myglu og ólykt
Sjálfvirk hindranagreining
Myndavélakerfi að framanverðu gerir þessari klóku vél kleift að forðast aðskotahluti í vegi sínum á snjallan og öruggan hátt. Með sjálfvirkri hindranagreiningu getur vélmennið fundið hindranir og endurreiknað leiðina til að forðast þær. Inniskór, leikföng, sokkar og snúrur standa ekki lengur í vegi fyrir Qrevo 798

PreciSense LiDAR leiðsögn
Háþróað leiðsögukerfi skannar 360° um rýmið og kemur auga á stórar hindranir í veginum til að kortleggja sem skilvirkustu leiðina. Einnig getur vélin munað kort fyrir allt að 4 hæðir. 6x fljótari kortlagning og 3D kort í appi.
Snjallari bannsvæði
Með snjallari kortlagningu og sterkum skynjurum getur vélmennið sjálft komið auga á hvað gæti verið bannsvæði. Vélmennin eru gjörn á að festast undir stólum og borðum en með bannsvæðagreiningu getur tækið orðið fyrra til að stinga upp á hvert það ætti ekki að hætta sér
- Öflug moppun - 200 snúningar á mínútu
- Sjálfvirk moppu lyfta - allt að 10mm
- Sjálfvirk stöð sem tæmir ryk, þrífur moppur og fyllir á hreint skúringarvatn
- Tvöfaldir moppuhausar
- 100% gúmmí bursti
- 7000Pa² HyperForce™ sogkraftur
- Ultrasonic teppa skynjari
- App og radd stýring
- Háþróaðar tímaáætlanir
- Nákvæmur þrívíddarskynjari sem skynjar aðskotahluti
- No-Go bannsvæði
- Litur - hvítt
- 330 ml rykhólf
- 5200 mAh rafhlaða - endist í allt að 3 tíma
- 80 ml vatnstankur - skúrar allt að 330m²
- E11 sía