Fyrir fagmanninn heima
Kaffikvíði er vandamál fortíðar með Ninja Luxe Café. Lagaðu espressó- og uppáhellt kaffi í einu og sama tækinu sem tryggir jöfn gæði með margvíslegum snjallstillingum.

Beint í bolla
Ninja Luxe Café kaffivélin býður upp á tvenns konar uppáhellingu: espressó í bolla eða klassíska uppáhellingu (e. filter-kaffi). Lagaðu allt að 530ml í einu og veldu á milli klassísks, ríkulegs, yfir klaka o.fl. stillinga.

Aðstoðarkaffiþjónn til taks og trausts
Hvort sem þú hefur reynslu eða ert algjör nýgræðingur getur þessi kaffivél hjálpað þér að finna rétta kaffibollann. Sjálfvirk kvörðun aðlagar sig að hverjum bolla og tryggir sömu gæði í hvert skipti.

Sjálfvirk kvörn með skammtara
Hvort sem þú ert að prófa nýjar baunir eða sömu og alltaf reiknar vélin út bestu stillingarnar og mælir með. En tæknin er ekki óskeikul og að sjálfsögðu þarf ekki að fylgja þeim meðmælum frekar en eigin reynslu.
Innbyggð vog
Innbyggð vog í skammtara tryggir að rétt magn sé malað svo þú þurfir ekki að mæla það handvirkt. Taktu af allan vafa og slakaðu á fyrir morgunbollann.

Aðlagar sig að öllum aðstæðum
Snjallskynjarar í vélinni mæla aðstæður og aðlaga hita og mölun að þeim hverju sinni. 
Sjálfvirk froða
Innbyggður mjólkursproti með sjálfvirkri flóun einfaldar kaffilögunina til muna. Eina sem þú þarft að gera er að setja könnuna með mjólkinni í, stilla og njóta.
Mjólkurfroða fyrir alla
Veldu milli tveggja forstillinga fyrir þykka eða þunna froðu. Hægt er að aðlaga hitastig að þínum þörfum og auðvitað er hægt að flóa án þess að freyða.

Kaffihúsið heim
Fjölbreytt úrval af drykkjum færir þér kaffihúsið heim í eldhús.
- Tvöfaldur espressó
- Fjórfaldur espressó
- Klassískt
- Ríkulegt
- Yfir klaka
- Filter-kaffi
- 7 bollastærðir
- 175ml
- 235 ml
- 295 ml
- 355 ml
- 415 ml
- 475 ml
- 530 ml

Innbyggð geymsla fyrir aukahluti
Allir aukahlutir eiga sér pláss í vélinni þangað til þörf er á þeim. Síur, bursti, mjólkurkanna og allt annað geymast vel og þægilega á tilgreindum svæðum.
- 2-í-1 bruggunaraðferðir
- Mjólkurflóari
- 7 drykkjastærðir
- Innbyggð keilulaga kvörn með 25 mismunandi stillingum
- 2 lítra vatnstankur
- Skýr skjár með helstu aðgerðum og upplýsingum
- 1680W Kraftur
- Stærð, HxBxD: 37,2 x 33,6 x 34,4 cm
- Þjappa
- Mjólkurkanna
- Þrifabursti
- 2 síur (tvöföld og Luxe)
- Tregt fyrir skammtara
- Hreinsiefni
- Uppskriftabók














