Electrolux Ultimate 800 Ryksuga

Lagerstaða: Uppselt

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

49.950 kr

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Þessi einstaklega vandaða ryksuga úr Clean 500 línunni frá Electrolux er með langt og gott stillanlegt skaft og vönduðum LED skjá. Heimilisþrifin hafa aldrei verið þæginlegri.

 

Hámarks árangur í þrifum
 

Þessi vandaða ryksuga þrífur einna best allra ryksuga í sínum gæðaflokki, sogkrafturinn er einstaklega góður og sían vönduð svo hún nær vel upp öllu ryki hvort sem það séu teppi eða hörð gólf

 

Auto Mode- sjálfvirk stilling

Ryksugan er með Auto-Mode stillingu, þar sem hún aðlagar sogkraftinn eftir gólfefninu svo hún sogist síður föst við. Einnig getur þú hækkað og lækkað kraftinn með þráðlausri fjarstýringu í handfanginu. 

Með Auto Mode næst allt að 46% sparnaður í rafmagnsnotkun.

 

Ryksuguhaus með LED ljósi
 

AllFloor ryksuguhausinn hentar við allar aðstæður, þar sem þú getur still hann á sjálfvirka stillingu svo hann aðlagast gólfinu eftir gólfefni. Einnig er hausinn með LED lýsingu.

 

Extra stórir pokar

Hefðbundnir S-Bag ryksugupokar ganga í þessa vél, en einnig eru fáanlegir XL 5 lítra S-Bag pokar sem passa í þessa vél, svo þú þarft að skipta sjaldnar um poka

S-BAG XL pokarnir fást hér

 

 

3 in 1 stútur
 

Í stað þess að hafa marga fylgihluti, þá er aðeins einn stútur sem þú getur notað á þrjá mismunandi vegu. Stúturinn geymist svo í ryksugunni sjálfri svo hann er aldrei langt innan seilingar.

 

Það helsta:

  • Auto-Mode- Ryksugan nemur hvaða kraftur er bestur á hverri stundu. Minni kraftur fyrir teppi og mottur en meiri kraftur fyrir slétt gólf.
  • AllFloor Auto ryksuguhausFullkominn ryksuguhaus fyrir öll gólf með ljósi - ekki láta nein óhreinindi framhjá þér fara
  • Fjarstýring í handfangi - kveiktu, slökktu og stilltu hraðann á ryksugunni með fjarstýringunni í handfanginu
  • Digital LED skjár 
  • 12 metra vinnuradíus – Samanborið við 6-7 metra venjulega, nær þessi ryksuga lengra án þess að þú þarft að skipta um innstungu
  • 3 í 1 fjölnota aukahlutur – mjór stútur, flatur húsgagnabursti og bursti með hárum
  • Þvoanleg HEPA13 sía – skilar 99% hreinum útblæstri og er viðurkennd af alþjóðlegum ofnæmissamtökum
  • Hygienic - Ryksugupokinn lokast betur og með nýja CleanLift handfanginu sleppur ekkert ryk eða önnu óhreindi úr pokanum þegar hann er fjarlægður
  • 5 lítra ryksugupoki - Hefðbundinn S-Bag poki er 3,5 lítrar
  • Framleidd í Evrópu

Og allt hitt:

  • Aeropro hæðastillanlegt skaft - hægt er að draga skaftið saman og læsanlegt við hald og ryksuguhaus
  • S-Bag XL örtrefjapoki sem tekur meira, veitir betri síun, og rifnar síður við aukið álag t.d. glerbrot og oddhvassa hluti
  • Stillanlegur sogkraftur
  • Mjúk gúmmíhjól fyrir parket og flísar
  • Mjúkur stuðari - vernar veggi og húsgögn
  • Hægt að geyma/leggja í lóðréttri eða láréttri stöðu
  • Stigastandur - legðu ryksugunni örugglega í stiganum á meðan þú ryksugar
  • Gott hald og þyngdarpunktur með sérlega vönduðu haldi

Og það tæknilega:

  • Hljóð 69dB(A)
  • 550W mótor sem skilar afli á við eldri gerðir sem nota 2200W
  • Lengd snúru 9 metrar
  • Vinnuradíus 12 metrar

 

Vörunúmer: EB81U1DB-26 Flokkur: Ryksugur, Hefðbundnar ryksugur, VINSÆLAR GJAFIR,