Glæsilegt pottasett frá Zwilling í Þýskalandi. Pottarnir eru með SIGMA Classic+ samlokubotn sem tryggir hraða og jafna hitadreyfingu og hátt rispuþol. 18/10 hágæðastál.
- Pottur 16 cm 2 lítrar
- Pottur 20 cm 3 lítrar
- Pottur 20 cm 3,5 lítrar
- Pottur 24 cm 6 lítrar
- Skaftpottur 16 cm 1,5 lítra

Innleiddar mælieiningar

Handföng sem haldast svöl
Heilsteyptu handföngin úr ryðfríu stál haldast svöl sérstaklega lengi.

Lok við pott
Lokin eru einstaklega þétt - fyrir orkusparnað á meðan á matseld stendur.

ZWILLING Vitality
Klassísk hönnun, fjölhæf notkun. Vitality pottarnir frá ZWILLING bjóða upp á rétta pottinn fyrir hverja uppskrift. Hágæða SIGMA Classic+ samlokubotninn tryggir frábært viðhald og dreyfingu á hita yfir allan botninn sem gerir kleyft að lækka hitann fyrr. Steypt handföng úr ryðfríu stáli haldast svöl í einstaklega langan tíma fyrir þægilegt grip.
- ZWILLING notar einungis 18/10 hágæðastál sem hvorki ryðgar né tærist. 18/10 stál er ákaflega endingargott og auðþrífanlegt og engin útfelling myndast við þvott í uppþvottavél.
- Hentar á allar gerðir af hellum, keramik, gas eða spansuðu
- Jöfn hitadreifing á öllu yfirborðinu og afburða góð hitaleiðni í botninum, sem sparar þér tíma, peninga og tryggir góðan árangur
- Ofnþolið upp í allt að 150°C
- Afar auðveldir í þrifum og þola uppþvottavél
- 30 daga ánægjuábyrgð - Prófaðu pottana í 30 daga, ef þú ert ekki fyllilega ánægð(ur), þá endurgreiðum við þér að fullu.
