Tilboð
-25%
Nýtt

Bialetti Venus Moka kanna

Lagerstaða: Uppselt

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

5.950 kr 7.950 kr

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Venus mokkakannan er fullkomin gjöf fyrir þá sem elska kaffi. Venus týpan er hönnuð fyrir allar tegundir helluborða, líka spanhelluborð (undantekning er 2 bolla Venus).

Það var árið 1933 sem ítalski verkfræðingurinn Alfonso Bialetti hannaði hina byltingakenndu mokkakönnu og varð fyrirtækið í kjölfarið einn fremsti ítalski framleiðandi á kaffivélum. Mokkakannan breytti því hvernig fólk drakk kaffi og hafði gífurleg áhrif á ítalska kaffimenningu en ekki leið á löngu þar til kannan hafði dreift sér á heimili um allan heim.

Ítalska mokkakannan virkar þannig að vatn er sett í botninn á henni og kaffið í sérstakt hólf að ofan. Við suðu mun vatnið eimast í gegnum kaffikorginn og safnast fyrir í efra hólfi könnunar. Það má alls ekki setja mokkakönnuna í uppþvottavél* og ekki er nauðsynlegt að þvo hana með sápu heldur. Best er að handþvo könnuna með heitu vatni.

*þolir ekki uppþvottavél

Vörunúmer: 0007255/CNN Flokkur: Kaffi & tekönnur,