Vínkælar

Af hverju Temptech vínkælar?

Ertu að leita að vönduðum og hljóðlátum vínkæli sem kemst fyrir nánast hvar sem er? Þá þarftu ekki að leita lengra. Hvort sem þú ert að leita að innbyggðum eða frístandandi, mætir Temptech öllum þínum þörfum. Temptech er norskt fjölskyldufyrirtæki sem leggur allan sinn metnað í framleiðslu hágæða vínkæliskápa í öllum stærðum og gerðum. 

Þessir vönduðu vínkælar hafa notið vinsælda  og hlotið mikið lof hjá fagaðilum, vínáhuga- og veitingamönnum. Vínið geymist við kjöraðstæður þar sem bæði hita- og rakastig er ákjósanlegt, slæm áhrif birtu og sólar lágmörkuð og víbringur nánast enginn.

Hér eru fimm atriði sem vert er að hafa í huga þegar velja á vínkæli.

  1. Rétt og stöðugt hitastig

Rétt og stöðugt hitastig er nauðsynlegt til að varðveita og geyma vín. Yfirleitt má geyma öll vín við 10-12 gráðu hita. Ef þú vilt hafa mismunandi hitastig og geyma vín við hitastig sem hentar til að bera fram, er best að geyma hvítvín við 6-12 gráður og rauðvín við 14-16 gráður.

  1. Rakastig

Korktappinn getur þornað og hleypt súrefni í vínið sem getur skemmt það. Mælt er með að rakastigið sé minnst 50%. Rakastigið í vínkælunum okkar er alltaf 50-70%.

  1. Ljósnæmi

Vín eru viðkvæm fyrir ljósi. Ljós geta hraðað þroskun vínsins um of. Allt gler í Temptech skápunum er með UV vörn gegn skaðlegum áhrifum sólar og ljóss. LED lýsingin í skápunum hefur ekki áhrif á vínið.

  1. Lykt

Sterk lykt getur komist í snertingu við vínið í gegnum korkinn og eyðilagt það. Allar hillur í Temptech skápunum eru ekki yfirborðsmeðhöndlaðar með lakki ogþví lyktarlausar.

  1. Víbringur

Víbringur getur með tímanum haft skaðleg áhrif á varðveislu vínsins. Kælivélarnar í Temptech skápunum eru af vönduðustu gerð og hvíla á sérstökum púðum sem lágmarka víbring eins og kostur er.