Scholl Velvet Smooth fótaþjöl

Lagerstaða: Uppselt

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

6.990 kr

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Þetta er nýja Velvet Smooth rafmagnsþjölin frá Scholl með demants kristöllum sem fjarlægir sigg og líkþorn hratt og auðveldlega og gefur þér silkimjúka fætur á augabragði.
 
Margir gefa fótunum lítinn gaum, þrátt fyrir að gegna mikilvægu hlutverki. Þröngir skór, mikið álag og íþróttaiðkun gerir að verkum að húðin undir fótunum þornar, harðnar og gulnar sem skapar hættu á sprungum, sveppamyndun og sýkingum. Æskilegt er því að fjarlægja sigg og líkþorn reglulega til að halda þeim heilbrigðum.  
 
Velvet Smooth rafmagnsþjölin er búin rúllu sem fjarlægir hratt og örugglega sigg og líkþorn með fínmöluðum demants kristöllum án þess að skaða húðina. 
 
Scholl
Áhugi Dr. William Scholl á fótaumhirðu og fótameinum vaknaði fyrst árið 1899 þegar hann vann í lítilli skóbúð í Chicago þar sem margir kenndu sér meins vegna óþæginda frá skófatnaði. 100 árum síðar er fyrirtækið leiðandi á sviði þekkingar og framleiðslu á vörum tengda umhirðu fóta. Hjá fyrirtækinu starfar í dag fjöldi fótaaðgerðafræðinga, lækna og snyrtifræðinga sem hafa það eitt markmið að skapa vörur sem stuðla að heilbrigðum fótum.   
 
 
 
Vörunúmer: Velvet-Diamond Flokkur: Snyrtitæki, Jólagjafir,