Tilboð

Siemens IQ500 spanhella + WMF pönnusett

Lagerstaða: Til á lager

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

99.900 kr 159.980 kr

Siemens IQ500 spanhelluborð með samtengjanlegum CombiZone hellum, Slider Touch beinvali og Booster háhraða ásamt WMF Profi Select hágæða pönnusetti. Aðeins nokkur sett í boði. 

ED-677FSB1E Spanhelluborð 

Gerð, hönnun og tækni
 • 60 cm keramik helluborð með spansuðutækni + Power Boost á öllum hellum
 • Rautt LED stjórnborð sýnilegt þegar kveikt er á borðinu
 • Með aflíðandi hallandi kant að framan og stál kant á hliðum
 • E.G.O. þýskur hágæðastýribúnaður og hellur 
 
Stærðir
 • Utanmál H x B x D: 5,1 x 60,2 x 52 cm
 • Innbyggingarmál sjá teikningu 56 x 49 cm
 • Heildarafl 6,8 kW
 
Eiginleikar
 • SliderTouch stjórnbúnaður með 17 þrepa fyrir hverja hellu
 • PowerBoost háhraðaspan á öllum hellum - tilvalið til snöggsteikingar, ná upp suðu eða í WOK rétti
 • Combi Zone samtengjanlegar hellur - sameinar tvær eða fjórar hellur fyrir stóra potta á vinstri hlið
 • PowerMove - til að færa pottinn á aðra hellu og halda heitu
 • Suðusjálfvirkni - nær t.d. suðu á kartöflum - og lækkar svo hitann eftir stutta stund
 • Potta- og stærðarskynjari
 • Mínútuúr 0-99 mínútur fyrir hverja hellu
 • ReStart og QuickStart aðgerð
 
Öryggi & þægindi
 • Barnalæsing
 • Sjálfvirkur öryggisútsláttur eftir ákveðinn tíma
 • Ekki er hægt að kveikja á hellu nema að pottur sé til staðar
 • Viðvörunarljós fyrir heita hellu
 • Yfirborðshiti fer aldrei yfir 100°C (ólíkt venjulegum keramík hellum 600°C) og því brenna matarleifar ekki fast
 
Til fróðleiks og gagnleg ráð
 • Spansuða byggir á hættulausri tækni þar sem orkan leysist úr læðingi í botni pottsins. Kostir spansuðu eru ótvíræðir. Það er allt í senn tímasparandi, orkunýting er mun betri, það er öruggara, nákvæmara og auðveldara í þrifum

 

WMF ProfiSelect pönnusett

 

 

ProfiSelect Cromargan steikarpönnusett frá WMF í Þýskalandi. WMF hefur raðað til sín verðlaunum fyrir bestu pönnurnar hjá neytendasamtökunum í Skandinavíu og ásamt Warentest samtökunum í Þýskalandi.

Pönnurnar eru húðaðar að innanverðu með keramík Ilag Durit Profi Select húð án þess að nota PFOA flúorefni. Húðunin býður upp á frábæra viðloðunarfría eiginleika (non-stick) og þolir mikinn hita og er einstaklega slitsterk. 18/10 gæðastál og ákaflega sterkt handfang með upphengikrók.

 • Hentar á allar gerðir af hellum: gas, rafmagn, span og keramik.
 • Stærð 24 og 28 cm
 • Hágæða ILAG Durit Profi Select viðloðunarfrí húðun
 • TransTherm botn með óviðjafnanlegri hitaleiðni 
 • Þykkt botns 5 mm samlokubotn
 • Þolir uppþvottavél
 • Þægilegt grip sem hitnar ekki
Vörunúmer: Siemens-pakki-D Flokkur: HELLUBORÐ, Spansuðuhelluborð,