Electrolux PerfectCare þvottavél

Lagerstaða: Til á lager

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

79.900 kr

PerfecCare frá Electrolux. Tekur 7 kíló og með 1400 snúninga þeytivindu.  Tromlan er með sérstöku mynstri sem verndar viðkvæman fatnað og með Time Manager getur þú aðlagað tíman að þínum þörfum. Einstaklega sparneytin á rafmagn og ákaflega notendavæn.  

Það helsta: 

 • 7 kg hleðslugeta
 • 1400 snúninga stillanlegur vinduhraði 
 • Venjulegur mótor með kolaburstum
 • Kolalaus Silence hágæðamótor - lengri ending, minna slit, hljóðlátari og hraðvirkari
 • Time Manager -  þú ræður tímanum! Styttu þvottakerfin og sparaðu allt að 60% tíma
 • SoftDrum tromla - lágmarkar slit og verndar viðkvæman fatnað
 • 14 mínútna hraðkerfi
 • Góð sérkerfi þ.á.m. ull, sængur & teppi, silki og ull/handþvottur, gallaefni

Og allt hitt: 

 • ​​​LED skjár sem sýnir framvindu þvottakerfis
 • Framstillt ræsing möguleg 1-20 klukkustundir
 • Active Balance Control mishleðsluskynjun
 • XXL 34 cm hurðarop með allt að 160° opnun
 • Auto Sense þvottatækni sem aðlagar tíma og vatnsmagn að þörf 
 • WoolMark ullarvottun
 • SoftPlus fyrir mýkingarefni - dreifir betur úr mýkingarefninu
 • Barnalæsing á hurð og stjórnborði
 • Sápuskúffa fyrir fljótandi þvottaefni eða duft
 • Þvottakerfi: bómull, eco, gerfiefni, viðkvæmur þvottur, 14 mínútna hraðkerfi,  ofnæmisvarnarkerfi, teppi/sængur, ull/handþvottur, silki, íþróttafatnaður, útivistarfatnaður, gallaefni, skolun, dæling/vinda
 • Val um forþvott, skolstöðvun eða viðbótarskolun​
 • Gefur til kynna með ljósi á meðan hægt er að opna vélina eftir gangsetningu til að bæta við þvotti/flík sem gleymdist
 • Mishleðsluskynjun - vélin fylgist grannt með þyngdarmisjöfnun í tromlunni og leitast við að jafna tauið út og lágmarka átök við þeytivindu
 • Öflug skoltækni sem byggir á skolun og stuttri vindu til skiptis

Og það tæknilega: 

 • Hljóð 76 dB(A) í þeytivindu
 • Tromlustærð 53 lítrar
 • Orkunýtni D - Sjá nánar um orkumerkingar ESB hér
 • Þvottahæfni A
 • Vinda B
 • H x B x D: 85 x 60 x 57,5 cm
 • Þyngd: 67,5 kg

Þvoðu fötin þín með alúð
 

PerfectCare™ 600 þvottavélarnar með SensiCare™ kerfum aðlaga tíma miðað við magn þvottar og notar því minna rafmagn, minna vatn og passar að flíkurnar þínar séu ekki of lengi í þvotti.

Fötin líta betur út lengur
 

SensiCare™ kerfin passa uppá að fötin séu ekki of lengi í þvott og sjá þannig til þess að fötin bæði halda lit lengur og skreppa minna saman.

Hver þráður er mýktur
 

Með SoftPlus dreifist mýkingarefnið betur í fötin þín og þau verða mýkri og fersk lengur.

Ofnæmiskerfi
 

Með því að nota gufu getur þú fjarlægt bakteríur enn betur úr fötunum.

Minna rafmagn, minni tími
 

Með TimeManager getur þú stjórnað lengdinni á kerfunum til að henta þér. Það sparar þér tíma og rafmagn án þess að fórna þvottagæðum

Þvoðu þegar þú hefur tíma
 

Þú getur framstillt þvottavélina til að byrja að þvo þegar þú ert ekki heima og svo tæmt hana þegar þér hentar.
Vörunúmer: EW6F5247G2-26 Flokkur: ÞVOTTAVÉLAR, Framhlaðnar,
Vörumerki Electrolux
Modelnúmer EW6F5247G2 914917502
Nafnafköst (kg) miðað við 60°C staðalbaðmullarkerfi og fulla hleðslu 7
Orkunýtniflokkur D
Orkunotkun „X“ kílóvattstundir, miðað við staðalþvottalotu fyrir baðmullarkerfi við 60 °C og 40 °C miðað við fulla hleðslu og hlutahleðslu, og orkunotkun í ham sem notar lítið afl. Raunorkunotkun fer eftir því hvernig tækið er notað 0,688
Orkunotkun staðalbaðmullarkerfis við 60°C og fulla hleðslu í kWh  
Orkunotkun staðalbaðmullarkerfisvið 60°C og hlutahleðslu í kWh  
Orkunotkun staðalbaðmullarkerfis við 40°C og hlutahleðslu í kWh  
Aflþörf þegar slökkt er á búnaði í W 0,3
Aflþörf í reiðuham eftir notkun í W 0,3
Vatnsnotkun „X“ lítrar miðað við staðalþvottalotu fyrir baðmullarkerfi við 60 °C og 40 °C miðað við fulla hleðslu og hlutahleðslu. Raunvatnsnotkun fer eftir því hvernig tækið er notað 45
Þeytivinduafkastaflokkur á kvarða frá G (lökustu afköst) til A (hámarksafköst) B
Hámarkssnúningshraði (snúningar/mínútu) 1351
Rakainnihald sem eftir er (%) 53
60 °C staðalbaðmullarkerfi“ og 40 °C staðalbaðmullarkerfi eru staðalþvottakerfi sem upplýsingarnar á merkimiðanum og upplýsingablaðinu eiga við, þau kerfi henta til að hreinsa eðlilega óhreinan baðmullarþvott, og eru skilvirkustu kerfin hvað varðar bæði orku- og vatnsnotkun  
Tímalengd staðalbaðmullarkerfis við 60°C með fulla hleðslu í mínútum 200
Tímalengd staðalbaðmullarkerfis við 60°C með hlutahleðslu í mínútum 150
Tímalengd staðalbaðmullarkerfis við 40°C með hlutahleðslu í mínútum 150
Tímalengd reiðuhams eftir notkun í mínútum  
Hávaðamengun (dBa) við þvott  
Hávaðamengun (dBa) við þeytivindingu 76
Innbyggt tæki J/N NEI

 

Frá Electrolux.se