Siemens spanhelluborð

Lagerstaða: Uppselt

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

169.900 kr

Þetta helluborð er hluti af iQ500 topplínunni frá Siemens. Hér er þýskt hugvit og hönnun í hávegum höfð.   
 • Keramik helluborð með spansuðuhellum á öllum hellum. Spansuðan tryggir hámarkshraða, nákvæman og jafnan hita, orkusparnað og aukið öryggi.
 • Samtenging á tveimur hellum möguleg
 • MowerMove aðgerð - þú getur fært pott á milli hellna með mismunandi hitastillingum. Hentar vel í sósugerð. 
 • 81 cm helluborð með 4 spanhellum, allar með Booster (PowerBoost)
  • 2 x 2200W samtengjanlegar hellur (4400W samtengt)
  • 1 x 14,5 cm 1400W
  • 1 x 28 cm 2400W
 • TouchSlider beinval. Núna þarftu ekki lengur að skrúfa upp og niður fyrir hitann, þú velur hann beint
 • 17 þrepa hitaskali.  
 • Booster háhitastilling. Þegar ná þarf mjög miklum hita t.d. fyrir wok rétti, snöggsteikingu eða ná upp suðu, er hægt að velja Booster stillingu sem veitir hámarkshita í allt að 10 mínútur.
 • Tímastillirinn með niðurtalningu geturðu stillt allt að 99 mínútur fram í tímann. Þegar innstilltum tíma er lokið, heyrist hljóðmerki.
 • Barnalæsing
 • Minni þrif. Spansuðuborðið hitar aðeins pönnuna eða pottinn, ekki sjálf hellan. Þetta þýðir minni þrif þar sem glerplatan verður ekki brennandi heit og matarleifar ná ekki að brenna sig fastar á yfirborðinu.
 • Aukið öryggi. Ekki er hægt að kveikja á borðinu nema pottur sé á hellunni. Sjálfvirkur öryggisútsláttur ef gleymist að slökkva á hellu.
 • Viðvörunarljós fyrir heita hellu
 • Utanmál HxBxD: 5,7 x 80,2 x 52,2 cm
 • Gatmál BxD: 75 x 49-50 cm
Vörunúmer: ED-877FSB1E Flokkur: Spansuðuhelluborð, HELLUBORÐ,