Siemens iQ700 sambyggður ofn með Sous-Vide

Lagerstaða: Sérpöntun (3 - 4 vikna afhending)

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

379.950 kr

Hugmyndafræðin á bak við Siemens StudioLine línuna er einföld: Aðeins það besta af öllu. Þessi ofn má nota sem hefðbundinn ofn til að elda mat, en einnig til að gufustjóða eða fá gufuskot fyrir fallegri áferð, betra bragð og aukið næringargildi.  

            

Það allra helsta: 

 • Minni ofn með gufu og 13 eldunarkerfum og 4 gufukerfum
 • FullSteam og PulseSteam gufuofn - opnar þér nýja heima í heilnæmri matargerð. Hægt er að gufusjóða mat eða gefa gufuskot endum og eins til að laða fram einstaka mýkt, betra bragð og fallegri lit/áferð. Tilvalið til að gera brauðskorpuna betri og kjötið mýkra. Frábært í bakstur og matargerð. 
  SousVide eldun - uppgötvaðu nýjar víddir fyrir bragðlaukana með Sous Vide. Kjöt, fiskur eða grænmeti er sett í lofttæmdar umbúðir eða vakúmpoka og eldað við stöðugan lágan hita í langan tíma. Engin vökvarýrnun, bragðgæði eru hámörkuð og vítamín og næringarefni varðveitast.
 • Gufuofn til að gufusjóða mat á heilnæman og hollan hátt
 • Stór TFT snertilitaskjár 
 • coolStart -  Er tíminn naumur? Með coolStart aðgerðinni má hita og elda frosinn mat hraðar en nokkru sinni fyrr þökk sé nýrri hitatækni þar sem engin þörf er lengur á að forhita ofninn
 • bakingSensor - skynjarar í ofninum hjálpa þér að fylgjast með rakastiginu og auðvelda þér baksturinn
 • roastingSensor Plus Kjöthitamælir - þriggja punkta kjöthitamælir sem mælir hitastigið nákvæmara. Stingdu mælinum í kjötið eða fiskinn og láttu ofninn sjá um restina. Hljóðmerki heyrist þegar maturinn er tilbúin.  
 • HomeConnect - með sérstöku Appi getur þú tengst ofninum í gegnum þráðlaust internet og stjórnað ofninum að vild. 

​​Og allt hitt:

 • 14 eldunarkerfi: 4D heitur blástur, ÖkoBlástur, undir- og yfirhit, undir- og yfirhiti Eco, undirhiti sér, coolStart, grill og blástur, stórt grill, lítið grill, pizza stilling, hægeldun, þurrkun, forhitun diska og halda heitu 
 • Hitastig 30°C - 250°C
 • 5 gufukerfi: Sous-vide, Gufa 30-100°C, endurupphitun 80-180°C, hefun 30-50°C og affrysting 30-60°C
 • Hægt að hefa deig, afþíða og endurupphita með hjálp gufu
 • cookControl Plus - sjálfvirk eldunakerfi og hjálparkokkur fyrir mismunandi rétti
 • LED lýsing
 • Barnalæsing á hurð og stjórnbúnaði
 • softMove ljúflokun á hurð
 • 1 lítra vatnstankur - losanlegur til áfyllingar
 • EcoClean - auðveldara að hreinsa hliðar, þak og bak
 • Heilgrerjuð hurð að innan - verður max 40°C að utanverðu
 • Innbyggð kælivifta

Og það tæknilega:

 • Rúmmál 47 lítrar
 • Fylgihlutir Grind. ofnskúffa, gastrobakki með götum og gastrobakki
 • Heildarafl 3300W - 10 amper
 • H x B x D: 45,5 x 59,4 x 54,8 cm (sjá teikningu)
 • Litur svart stál
 • Bækling er hægt að nálgast hér

Vörunúmer: CS858GRB7S Flokkur: OFNAR,
Vörumerki Siemens
Modelnúmer CS858GRB7S
Orkunýtnistuðull EEI 81,3
Orkunýtniflokkur A+
Orkunotkun fyrir hefðbundinn ham (kWh/lotu) 0,73
Orkunotkun fyrir blástursham (kWh/lotu) 0,61
Fjöldi hólfa 1
Varmagjafi Rafmagns
Rúmmál hólfs bakarofns í lítrum (L) 47