Hrærivél Kitchenaid Classic

Lagerstaða: Uppselt

Viltu fá sent eða sækja til okkar?
Taktu vöruna frá eða fáðu hana senda hvert á land sem er gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar má nálgast hér

84.950 kr

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

KitchenAid kynntu fyrst sínar hrærivélar árið 1919 og síðan þá hafa þær orðið að þekktum vélum sem bæði atvinnu kokkar og áhuga bakarar nota. Hrærivélin hefur farið í gegnum miklar breytingar og endurbætur, allt til þess að gera vélina endingarbetri og öflugri. KitchenAid Classic 4.3L hrærivélin er þægileg í notkun og mun verða topp tækið í eldhúsinu þínu.

Þeytari úr ryðfríu stáli með ál haus, þessi 6 víra þeytari er fullkominn til þess að þeyta rjóma, gera sósur og gera dýfur.

Hnoðari
Hinn fullkomni hnoðari fyrir allt deig. Hnoðarinn er úr áli með öflugri non-stick nylon klæðningu sem tryggir það að deigið festist ekki við. Einnig er hægt að setja hnoðarann í uppþvottavél.
 
Hrærari
Tilvalið tól fyrir kökublöndur, kökukrem og jafnvel stappaðar kartöflur. Hrærarinn er úr áli með öflugri non-stick nylon klæðningu sem tryggir það að blandan festist ekki við. Einnig er hægt að setja hann í uppþvottavél.
 
4.3L Classic skál
Stór skál er nauðsynleg fyrir baksturinn. Hún tryggir auðveldari vinnslu með hráefnið og einnig fylgir stórri skál minni sóðaskapur. Skálin er gerð úr ryðfríu stáli.
  • Hljóðlát
  • Auðveld að þrífa
  • Fylgihlutir: Þeytari, hnoðari og hrærari
  • Hægt að þvo aukahluti í uppþvottavél
  • 275W mótor
  • 10 hraðastillingar
  • Vinnslugeta (Þurrt): 2.5 kg af kökublöndu eða 1,7 kg af deigi
  • Stærð: H 35.3cm x B 35.8cm x D 22.1cm
Vörunúmer: 5K45SSEOB-26 Flokkur: MATVINNSLUTÆKI, Hrærivélar,