Heimsending á vörum
 
 
 
Við sendum hvert á land sem er, gegn vægu gjaldi. Þú getur líka sótt vöruna til okkar. 
 

 
Hvað kostar að láta senda vöruna?
 
Höfuðborgarsvæðið
 
Heimsending á höfuðborgarsvæðinu kostar 4.500 krónur. Keyrt er út á milli 17 og 20 alla virka daga. Taka þarf fram ef bera þarf vöruna upp stiga eða ef aðgengi er slæmt. 
 
 
Út á land
 
Við höfum gert samstarfssamning við Póstinn og bjóðum uppá ódýran sendingarkostnað fyrir landsbyggðina. Varan er send á næsta pósthús í nágrenni við þig.  Verðið er 5.500 krónur fyrir stór heimilistæki s.s. þvottavél eða kæliskáp og 850 krónur fyrir minni tæki s.s. ryksugu eða blandara. Einnig býðst þér að fá vöruna senda heim þar sem sú þjónusta er í boði hjá Póstinum. Þá er verðið 6.900 krónur fyrir stór tæki og 1.150 fyrir litla pakka. 
 
 
Hvað líður langur tími frá pöntun til afhendingar?
 
Höfuðborgarsvæðið
 
Hægt er að fá vöruna samdægurs sé pantað fyrir kl. 16, annars næsta virka dag. Sé þess óskað, getum við sent vöruna til þín á öðrum tíma, sé þess sérstaklega óskað.
 
 
Út á land
 
Við afhendum Póstinum vöruna samdægurs sé pantað fyrir kl. 14. Varan ætti að vera komin á næsta pósthús við þig eftir 1-4 daga, eftir landssvæðum og þjónustustigi Póstsins.
 
 
Get ég fengið nákvæma tímasetningu á afhendingu?
 
Höfuðborgarsvæðið
 
Heimsending er alla virka daga milli 17 og 20. Óskir þú t.d. eftir að fá vöruna eftir kl. 18, er hægt að taka það fram í reitnum fyrir athugasemdir, áður en þú staðfestir pöntunina. Við reynum eftir fremsta megni að koma til móts við óskir þínar. 
 
 
Út á land
 
Þú getur rakið sendinguna þína á heimasíðu póstsins með sendingarnúmeri. Heimsending er mismunandi eftir þjónustusvæðum póstsins. Sjá nánar hér
 
 
Get ég sótt vöruna sjálf(ur)?
 
Minnsta mál. Sé pantað fyrir kl. 15, geturðu sótt vöruna sama dag í verslun okkar að Suðurlandsbraut 16. Við munum hafa samband við þig um leið og varan er tilbúin til afhendingar. 
 
 

Kíktu við í verslun okkar

Suðurlandsbraut 16
108 Reykjavík
Sími 5880500
Netfang rafha@rafha.is
 

Vertu með í netklúbbnum
 
Fáðu nýjustu tilboðin, njóttu sérkjara
og taktu þátt í léttum leikjum
 

Fylgstu með á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012